Lærðu Að Læra

Mynd af Jónu (Image of Jóna)

Hvers vegna á ég að “læra að læra”?

 • Í Að læra að læra - með sjálfseflingu eru ýmsar einfaldar aðferðir sem geta auðveldað þér að læra. Námið verður bæði auðveldara og skemmtilegra.
 • Þú notar tímann betur og nærð að muna allt miklu betur.
 • Það verður auðveldara að skila verkefnum á réttum tíma.
 • Þú verður ánægðari, því þegar þér gengur vel þá líður þér vel.

Það sem skiptir mestu máli í dag er að þér líði vel.

 • Þú þarft að setja sig í forgang, finna hvað þú vilt gera og hvernig.
 • Það er gaman að geta stundað áhugamál með skólanum; tónlist, dans, boltaíþróttir, alls konar listnám og sköpun.
 • Daglegur lestur, heimaverkefni og annað fyrir skólann þarf samt alltaf að hafa forgang.
 • Stundum finnst þér kannski allt vera erfitt og leiðinlegt. Þá er gott að tileikna sér nýjar námsvenjur sem geta auðveldað þér að skilja það sem þér hefur hingað til þótt erfitt.

Njóttu þess að vera unglingur

 • Í Að læra að læra - með sjálfseflingu er líka margt sem hjálpar þér við annað en skólann og námið.
 • Þú setur þér skrifleg og tímasett markmið og líka áætlun um hvernig þú ferð að því að ná markmiðunum.
 • Í kaflanum Sjálfsefling notar þú Lífshjólið (bls. 77 - 80) til að gera þér betur grein fyrir því en áður hvernig þú vilt nota tímann þinn og í hvað. Þar lærir þú líka aðferðir til að efla sjálfstraustið, draga úr kvíða og ýmis ráð ef þér líður illa innra með þér.
 • Hér er líka fjallað um gidin þín, hæfileika þína, samskipti við aðra og hvernig er hægt að yfirvinna erfiðar upplifanir og minningar.

Ágæti nemandi,

Þessi bók er skrifuð fyrir þig og handa þér.

Efnið í bókinni Að læra að læra - með sjálfseflingu getur nýst þér vel á svo margvíslegan hátt, hvort heldur sem þú færð bókina sem kennslubók í skólanum eða ef foreldrar þínir kaupa bókina handa þér til að nota heima.

Í bókinni eru mörg stutt og hnitmiðuð verkefni og því er mikilvægt að þú eigir eintak af bókinni sem er bara fyrir þig þannig að þú getir svarað verkefnunum inn í bókina.

Mundu að þú skiptir miklu máli. Þú þarft að fá að njóta þín sem allra best.

Þú ert frábær eins og þú ert! Njóttu þess að vera þú!

Bestu kveðjur

Jóna Björg Sætran, kennari M.Ed. og PCC markþjálfi

Námstækni ehf.

Footer