Um Jónu

Mynd af Jónu (Image of Jóna) PPC Badge

Jóna Björg Sætran, kennari, M.Ed. og PCC markþjálfi hefur fjögurra áratuga reynslu af kennslu- og menntamálum og hefur starfað við kennslu á öllum skólastigum. Jóna Björg er með alþjóðlega vottun í markþjálfun og er einnig menntuð í hugrænni atferlismeðferð (HAM).

Í Að læra að læra - með sjálfseflingu nýtir Jóna Björg aðferðafræði markþjálfunar og aðferðafræði hugrænnar atferlismeðferðar, auk námstækni og árangursfræða, til að vísa unglingum og öðru námsfólki á árangursmiklar leiðir til að ná traustu taki á náminu, vinnu við markmiðasetningu og sjálfseflingu í víðum skilningi.

Allt frá því Jóna Björg stofnaði fyrirtækið Námstækni ehf. (kennsla og ráðgjöf), árið 2004, hefur hún haldið fjölda námskeiða, þar sem aðaláherslan er á að aðstoða þátttakendur við að njóta sín betur, efla sjálfstraust sitt, gleði og vellíðan í víðum skilningi.

Footer