Auðveldar Allt Nám

Hvernig getur þessi bók Að læra að læra - með sjálfseflingu nýst mér?

Svar til nemandans:

Svar til kennara/umsjónarkennara/námsráðgjafa:

Með nemandabókinni Að læra að læra - með sjálfseflingu, færðu góðan grunn til að flétta inn í kennsluskipulagið á hvaða tíma annarinnar sem er. Námstæknin og markmiðasetningin geta nýst vel til að treysta námsgrundvöll nemenda þinna, auðveldað þeim að ná góðum tökum á námsefninu, auk þess að efla sjálfstraust þeirra og styrkleika. Hér er mikil áhersla lögð á mikilvægi vellíðunar, að vinna með persónuleg gildi sín, efla samskiptafærni og vinna sig í gegnum erfiðar stundir. Við vitum jú að allt þetta skiptir svo miklu máli til að unglingnum líði vel. Það er okkar að vinna að því að nemendur okkar upplifi sjálfa sig sem sigurvegara, að þeir upplifi gott sjálfstraust og innri gleði. Ég vona að Að læra að læra - með sjálfseflingu muni reynast þér vel í þeirri vinnu.

Svar til foreldra:

Ef unglingurinn þinn fær ekki afnot af bókinni Að læra að læra - með sjálfseflingu í skólanum, er tilvalið að fjárfesta í eintaki af bókinni fyrir unglinginn til að vinna markvisst með heimafyrir, því efnið hentar líka vel til sjálfsnáms með stuðningi foreldra.
Á vef Námstækni ehf. er hægt að óska eftir sérstakri kynningu á netinu á Að læra að læra - með sjálfseflingu.

Footer