Um Bókina

Mynd af bókinni Að læra að læra - með sjálfseflingu Mynd af bókinni Að læra að læra - með sjálfseflingu

Bókin Að læra að læra - með sjálfseflingu er ætluð þér, nemanda í efstu bekkjum grunnskólans.

Hér er unnið með öfluga námstækni, markmiðasetningu og leiðir til sjálfseflingar.

  • Þegar þú vilt ná góðum námsárangri er gott að nýta sér einfaldar en öflugar aðferðir sem hafa reynst vænlegar til árangurs.
  • Námstæknin auðveldar þér að einbeita þér við námið og hjálpar þér að muna betur það sem þú þarft að muna.
  • Hér lærir þú líka að setja þér skýr markmið varðandi það sem þú vilt ná að gera.
  • Þú gerir þér grein fyrir því hver staða þín er í námsgreinunum, hvað þú vilt bæta þar, en þú færð líka skýrari sýn á það hvað þú vilt bæta fyrir utan námið.
  • Þegar þú skipuleggur þig vel og nærð að einbeita þér við námið, þá nærðu að verja meiri tíma í áhugamálin þín og til að gera eitthvað spennandi með vinum þínum.
  • Þegar þú tileinkar þér aðferðirnar í Að læra að læra - með sjálfseflingu þá verður líka auðveldara að ná að skila öllum verkefnum og vinnubókum á réttum tíma. Það verður líka auðveldara að undirbúa sig vel fyrir próf.
  • Þegar þér gengur vel með námið þá líður þér vel og þá verður allt miklu auðveldara.

Það er margt í lífi ungs fólks sem getur haft áhrif á vellíðan, námsgleði og velgengni í námi.

Þegar álagið er mikið í skólanum og margt spennandi að gerast bæði í félagslífinu og í tómstundum utan skólans, þá geta áhyggjur og kvíði farið að gera vart við sig.

  • Til að hjálpa þér til að líða betur og ráða betur við ýmislegt sem getur verið erfitt að fást við, þá er hér auk námstækni og markmiðasetningar líka unnið með samskipti, erfiðar hugsanir og kvíða og hvernig hægt er að vinna sig í gegnum erfið augnablik.

Það er margt í lífi ungs fólks sem getur haft áhrif á vellíðan, námsgleði og velgengni í námi. Í kaflanum Sjálfsefling er því að finna umfjöllun um áhrif hugsana á tilfinningar og líðan - kvíða og kvíðatilfinningar - námskvíða - dæmi um hvernig er hægt að vinna með erfiðar hugsanir og kvíða - gildi - ábyrg samskipti - einelti - félagsfælni og fleira.


Þessi bók er ætluð þér. Til að hún nýtist þér sem best skaltu vinna verkefnin af hreinskilni og samviskusemi.

Blómstraðu, njóttu þess að vera þú!
Verð: 4.990 kr.

( sala og dreifing: jona@namstaekni.is )

Footer